Blind kona sér nýfæddan son sinn í fyrsta sinn með hjálp tækninnar

Kathy Beitz, sem er nýbökuð móðir, hefur verið blind frá unga aldri og þurfti sem barn að aðlagast veröld sem umlukin myrkri, er einungis á valdi annarra að greina með eigin augum.

Þrátt fyrir fötlun sína hefur Kathy ekki látið deigann síga, hún hefur náð frama á atvinnumarkaðinum, er gift kona og umlukin ástvinum hefur henni tekist að höndla hamingjuna þrátt fyrir þær hindranir sem standa í vegi fyrir þeim sem blindir eru.

.

enhanced-31960-1421990780-13

.

Fyrir stuttu hlotnaðist Kathy sú gæfa að fæða fyrsta barn sitt og um leið rann upp fyrir henni ljós;  hún yrði með öllum ráðum að finna leið til þess að fá að bera nýfætt barn sitt augum, þó ekki væri nema einu sinni á ævinni. Tækninni hefur fleygt fram undanfarin ár og þannig var Kathy gert mögulegt að bera nýfætt barn sitt augum með hjálp sérsniðinna glerauguna sem bera heitið eSight.

eSight lagði fram og lánaði Kathy eSight gleraugu í þeim tilgangi að gera henni kleift að njóta augnabliksins til fulls, svo hún mætti bera nýfætt barn sitt augum strax að lokinni fæðingu.

.

enhanced-23384-1421991092-22

.

Afar fáir hafa aðgang að slíkum gleraugum í dag, en á netinu má lesa meira um eSight, sem er metnaðarfullt verkefni í stöðugri þróun. Verkefnið miðar að því að gera eSight gleraugun aðgengilegri fyrir sjónskerta og blinda einstaklinga en sérstök fjáröflunarsíða hefur verið sett upp fyrir Kathy sjálfa, sem má sjá í myndbandinu hér að neðan og þarfnast eSight sárlega svo hún geti borið eigin börn augum.

.

enhanced-14980-1421990935-22

.

Verkefnið má leita uppi á samskiptamiðlum gegnum merkið #MakeBlindnessHistory en áhorfið ætti einnig að þjóna sem rækileg áminning um það mikilvæga hlutverk sem augun gegna. Skörp sjón er náðargjöf sem enginn ætti að taka sem sjálfsögðum hlut:

Tengdar greinar:

Barn fær gleraugu og sér mömmu í fyrsta sinn

Hvernig er að verða blindur? – Myndband

Strákurinn sem getur séð án augna – Myndband

SHARE