Blindur snillingur sýnir förðun fyrir sjónlausa á YouTube

Allflestar konur treysta í blindni á eigin spegilmynd til þess að bera farða á andlitið – en því er öðruvísi farið með Christinu, sem er 35 ára gömul og varð blind árið 2007 – en hún farðar sig hjálparlaust á hverjum degi og styðst einungis við tilfinninguna.

Christina, sem er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kostaði hana sjónina er rithöfundur, bloggari og stjörnukokkur og er búsett í Texas, en hún gefur einnig út myndbönd og birtir á YouTube þar sem hún fjallar meðal annars um eldamennsku … og förðun!

26FC745D00000578-3012545-image-a-1_1427362411780

Umfjallanir Christinu miða meðal annars því að leiða áhorfendum fyrir sjónir hvernig blindir og sjónskertir fara að í daglegu lífi. Christina tók þátt og keppti í þáttaröðinni Master Chef árið 2012, en hún vann keppnina sem snerist um matreiðslu. Hún var fyrsta blinda manneskjan sem tók þátt í keppninni og segir meðal annars:

Þegar tökur stóðu yfir á Master Chef urðum við öll að farða okkur og greiða okkur sjálf. Ég farðaði mig að sjálfsögðu sjálf og vinir mínir voru fullir undrunar þegar þau sáu mig farða mig.

Því næst heldur hún áfram og útskýrir að henni þyki farðinn sjálfur og undirlagið skipta mestu:

Ég er komin á þrítugsaldur og hef fengið að heyra að ég þurfi að hugsa meira um roða í húðinni en áður. Þess vegna er ég farin að bera farða á andlitið – ég ber farðann á með bursta og reyni að dreifa vel úr farðanum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ójöfnur myndist á andlitinu.

Því næst setur hún maskara á augnhárin og útskýrir um leið hvernig hún fer að, án þess að sjá hvernig hún beitir burstanum:

Flestum þykir tilhugsunin ein að sjá ekki hvað ég er að gera óhugnarleg, en ég skynja hvert ég beini hendinni og hvernig ég nota augnhárabrettarann – ég fylgi tilfinningunni.

Sjá einnig: Hvernig er að verða blindur? – Myndband

SHARE