Blóðugur háskólabolur til sölu gegnum Urban Outfitters

Tískufyrirtækið Urban Outfitters þykir hafa orðið sér til háborinnar skammar með því einu að setja á markað og auglýsa það sem tískurisinn kallar „Vintage Red-Stained Kent State Sweatshirt” eða því sem mætti útleggja sem „Blóði borinn Vintage háskólabol frá Kent State” en bolurinn, sem var keyptur sérstaklega fyrir Urban Outfitters og settur á uppboð gegnum vefverslunina, þykir um margt minna á blóðugan fatnað háskólastúdenta sem skotnir voru til bana í friðsamlegum mótmælum fyrir utan Kent State Unviersity þann 4 maí 1970.

 

BxjFAUXIYAEwR_f

 

Samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Urban Outfitters er bolurinn nú uppseldur en talsmaður fyrirtækisins sá sig tilneyddan til að bera upp opinbera afsökunarbeiðni fyrir skemmstu vegna harkalegra viðbragða almennings, þar sem hann tók fram að blettirnir sem líkjast blóðslettum væru einfaldlega tilkomnir vegna þess að liturinn hefði skolast til í meðhöndlun og að það sem virðast vera skotgöt á peysunni væri bara eðlilegt slit.

 

enhanced-13752-1410760366-7

 

Twitter fór á hvolf þegar blóðuga peysan birtist á vefsíðu Urban Outfitters og mátti meðal annars lesa ummæli á borð við þessi frá notendum:

 

Urban Outfitters are selling a “vintage” Kent State jumper, blood splatters and all. Nothing says “hip” like murder.

 

urban outfitters is pure garbage: selling a kent state sweatshirt w/ blood spatter

 

Urban Outfitters explores the outer reaches of bad taste

 

Yet another reason to boycott @UrbanOutfitters they’re selling a vintage blood spattered kent state sweatshirt

 

Á vefsíðu Urban Outfitters mátti sjá að bolurinn, sem var einungis til sölu í dömudeildinni (en tvær ungar stúlkur létust í árásinni þann 4 maí 1970) væri einstök safnflík, kostaði litla 129 dollara (eða rúmar 15.000 íslenskar krónur) og að framleiðslan væri tækifæri sem enginn sannur tískuunnandi ætti að láta framhjá sér fara.

 

BxjMohUCYAA2jNJ

 

“Washed soft and perfectly broken in, this vintage Kent State sweatshirt is cut in a loose, slouchy fit. Excellent vintage condition. We only have one, so get it or regret it!”

Að lokum gáfu talsmenn Urban Outfitters út formlega yfirlýsingu þar sem lesa mátti að fyrirtækið harmaði innilega viðbrögð almennings og þann misskiling sem gætti, en að deplarnir í peysunni væru tilkomnir vegna litaskolunar og að götin á flíkinni væru einfaldlega vegna veðrunar og vinda.

Hér má lesa formlega yfirlýsinguna í heild, en um of seinan þar sem boltinn var tekinn að rúlla:

 

Urban Outfitters sincerely apologizes for any offense our Vintage Kent State Sweatshirt may have caused. It was never our intention to allude to the tragic events that took place at Kent State in 1970 and we are extremely saddened that this item was perceived as such. The one-of-a-kind item was purchased as part of our sun-faded vintage collection. There is no blood on this shirt nor has this item been altered in any way. The red stains are discoloration from the original shade of the shirt and the holes are from natural wear and fray. Again, we deeply regret that this item was perceived negatively and we have removed it immediately from our website to avoid further upset.

Það var þjóðvarðarliðið sem kallað var til að Kent háskóla í Ohio þann 4 maí 1970 í þeim tilgangi að stilla til friðar vegna þess sem hófst sem friðsamlegt uppþot, en í stað þess að stugga við hópnum og tryggja öryggi mótmælenda, skutu verðirnir á nemendur og létust fjórir þeirra í árásinni, en níu aðrir nemendur særðust illa í átökunum.

Enn þann dag í dag leikur á huldu hvort þjóðvarðarliðarnir skutu að eigin frumkvæði á hópinn eða hvort formleg fyrirmæli voru gefin þess efnis að hefja ætti skothríð, en enginn hefur nokkru sinni verið kallaður til ábyrgðar fyrir voðaverkin.

Tilefni mótmælanna var vera bandaríska hersins í Víetnam, en þjóðarsorg ríkti víða í Bandaríkjunum eftir andlát nemenda sem voru samankomin til að taka þátt í friðsamlegum andmælum gegn stríðsrekstri yfirvalda og samdi sjálfur Neil Young lag sem frægt er orðið og bar nafnið Ohio en heyra má lagið hér að neðan, þar sem einnig má sjá myndir af sjálfri atburðarásinni:

 

Svo langt gekk málið að forsvarsmenn Kent State University hafa nú gefið út formlega yfirlýsingu, þar sem stjórnin harmar þá ákvörðun Urban Outfitters að setja í sölu á svo ónærgætinn máta, flík sem eitt sinn tilheyrði nemenda skólans og minnir um margt á hræðilega atburðarásina sem kostaði fjórar saklausar manneskjur lífið.

Hér má lesa yfirlýsingu háskólans í heild sinni en af virðingu við hina látnu og þá atburðarás sem hratt af stað þjóðarsorg í Bandaríkjunum, opnaði háskólinn nýverið safn sem ber heitið May 4 Visitors Center þar sem bera má þá atburði sem leiddu til dauða nemenda fyrir 44 árum síðan:

May 4, 1970, was a watershed moment for the country and especially the Kent State family. We lost four students that day while nine others were wounded and countless others were changed forever.

 

We take great offense to a company using our pain for their publicity and profit. This item is beyond poor taste and trivializes a loss of life that still hurts the Kent State community today.

We invite the leaders of this company as well as anyone who invested in this item to tour our May 4 Visitors Center, which opened two year ago, to gain perspective on what happened 44 years ago and apply its meaning to the future.

SHARE