Bobby lagði hendur á Whitney Houston

Bobby Brown, fyrrum eiginmaður söngdívunnar heitinnar, Whitney Houston var í einlægu viðtali í vikunni í 20/20.

Í viðtalinu viðurkennir Bobby að hafa einu sinni lagt hendur á á Whitney í hjónabandi þeirra, en hann átti á þeim tíma í erfiðleikum með að halda sig frá áfengi og vímuefnum. Hann segir þó að ekki sé hægt að flokka hann sem ofbeldismann.

 

Sjá einnig: Bobby Brown: Ég er sannfærður um að Whitney kallaði á dóttur mína!

Bobby segir frá því að hann hafi notað fíkniefni inni á heimilinu á meðan Bobbi, dóttir þeirra hjóna, var lítil stúlka. Hann segir að þau hafi lagt sig fram um að láta Bobbi ekki sjá sig í annarlegu ástandi og hafi hún þess vegna mikið verið í pössun hjá barnapíu. Seinustu tvö ár hjónabandsins segir Bobby að allt hafi verið í báli og brand hjá þeim, en þau skiptust á að reyna að vera edrú.

Viðtalið birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE