Bó & Bubbi saman í Hörpu laugardaginn 5. apríl 2014

Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens munu halda sameignlega tónleika í Hörpu 5. apríl n.k. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvors annars og saman flytja marga eðalsteina úr söngbókinni.

BO og Bubbi hafa báðir fengist við tónlist í áratugi sem höfundar og flytjendur á hljómplötum, tónleikum og á öldum ljósvakans og eiga sinn trygga hlustendahóp. Það er kannski ekki alltaf sami hópurinn en í raun er það þjóðin öll sem hlustar þegar þeir syngja. Þeir eru þroskaðir í list sinni og á hápunkti sem söngvarar. Það hlýtur því að vera forvitnilegt að upplifa þá saman á sviðinu í Hörpu í apríl.Þetta er viðburður sem enginn tónlistarunnandi lætur fram hjá sér fara.

Með BO og Bubba á sviðinu verður sérvalin hljómsveit af þessu tilefni. Hana skipa:
Þórir Úlfarsson: Hljómborð
Þórir Baldursson: Hammond
Jón Elvar Hafsteinsson: Gítar
Guðmundur Pétursson: Gítar
Benedikt Brynleifsson: Trommur
Eiður Arnarsson: Bassi

Kynnir verður hinn vinsæli Ari Eldjárn

15.649.big

SHARE