Bollakökur – Hnetusmjörskökur

Í nýja vor og sumarblaði Smáralindar er að finna skemmtilegar uppskriftir af Bollakökum af ýmsum toga ásamt viðtölum og kynningum verslana sem þar eru.   Hér er ein uppskriftin  sem náði strax athygli okkar.  Þú getur nálgast tímarit Smáralindar hér eða bara skellt þér þangað og náð þér í eintak til að sjá fleiri uppskriftir af girnilegum Bollakökum.

Hnetusmjörskökur með hnetukremi og súkkulaði topp.

Hráefni:

100 g smjör, mjúkt

100 g hnetusmjör

120 g púðursykur

1 egg, stórt

1 tsk vanilludropar

170 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1 dl mjólk

Krem:

100 g hnetusmjör

100 g flórsykur

3-4 msk mjólk

1 tsk vanilludropar

Ofan á

100 g súkkulaði, brætt

1-2 msk salthnetur

Aðferð

Hitið ofninn í 180°C  hrærið saman smjör, hnetusmjör og púðursykur í 4-5 mín.  Bætið eggi út í og hrærið vel saman ásamt vanilludropum.  Sigtið hveiti og lyftidufti saman og bætið út í deigið ásamt mjólk, blandið öllu vel saman.  Setjið í pappírsform ofan í múffubakka og skiptið deiginu á milli formanna.  Bakið í 20-25 mínútur.  Kælið kökurnar.  Hrærið allt sem í kremið saman og smyrjið ofan á múffurnar .  Setjið svolítið af bræddu súkkulaði ofan á hverja múffu og skreytið með salthnetum.  

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here