Bolludagsbomba með Nutella-mús og karamellu

Þessi sjúklega girnilega bolludagsbomba kemur frá Önnu í eldhúsinu – sem er afar grinilegt matarblogg . Ég hvet ykkur eindregið til þess að kíkja á það. Einnig má fylgjast með blogginu á Facebook, þá missið þið ekki af einni einustu uppskrift frá sælkeranum henni Önnu.

bollubomba-7258-2

Bolludagsbomba með Nutella-mús og karamellu

Vatnsdeigsbotnar

2,5 dl vatn

120 gr smjör

160 gr hveiti

1 msk kakó

1/4 tsk lyftiduft

klípa af salti

4 egg

 • Hitið ofninn í 200°C
 • Hitið vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðnað og suða komin upp.
 • Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við smjörvatnið þangað til deigið losnar frá hliðunum.
 • Látið standa aðeins og kólna.
 • Brjótið þvínæst eggin útí, eitt í einu og hrærið duglega á milli.
 • Smyrjið 1/3 af deiginu í þunnan rétthyrning á smjörpappír. Þetta er botn kökunnar. Setjið restina af deiginu í sprautupoka með breiðum stút og sprautið í alls konar krúsídúllum í rétthyrning af sömu stærð, þó ekki of þykkt. Þetta er toppur kökunnar.
 • Bakið á tveimur plötum í 30-40 mínútur með blæstri. Ef ekki er blástur, bakið þá í sitthvoru lagi og hækkið í 210°C.
 • Kælið.

Nutella-mús

2 vænar msk Nutella

2 msk vatn

15 gr smjör

3,5 dl rjómi

 •  Setjið Nutella, vatn og smjör í skál og bræðið saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði (gætið þess að hafa skálina ekki of lengi í örbylgjunni, 30-40 sekúndur ætti að duga).
 • Hrærið þar til allt er blandað saman og látið standa í smástund og kólna.
 • Þeytið rjómann þar til hann er stífur og ‘foldið’ ca. 1/3 af honum saman við Nutella blönduna.
 • ‘Foldið’ restinni saman þar til vel blandað.

Karamella

1 dl rjómi

1 msk dökkt sýróp

3/4 dl sykur

1/2 tsk vanilludropar

 • Allt hitað saman í potti og látið sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í pottinum á meðan.
 • Kælið áður en sett á kökuna (ekki í ísskáp).
 • Ef karamellan er of þunn þegar hún er farin að kólna má hita hana aftur og láta sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar.

Allt sett saman:

Smyrjið góðri sultu á botnlagið, hellið því næst Nutella-músinni yfir og sléttið. Setjið toppinn á, látið karamelluna leka af sleif yfir kökuna, þekið með jarðarberjum eða hindberjum og stráið flórsykri yfir. Ég mæli með því að skera hana með vel tenntum brauðhníf.

Tengdar greinar:

Himnesk súkkulaði bomba

Bananakaka með hnetusmjöri og súkkulaði – Uppskrift

Kókosbolludraumur – Uppskrift

SHARE