Bolognese – Matarlyst

Matarlyst

Hvað er betra en gott Bolognese með tagliatelle, parmesan og góðu rauðvíni. Einnig ber ég fram með þessu virkilega góðar brauðbollur baðaðar í kryddolíu og feta uppskrift af því er hér inn á síðunni.

Uppskrift er fyrir 5-6

Hráefni:

3 msk olía

1 vænn laukur

2 meðalstórar gulrætur

2 stiklar sellerý

450 g hakk t.d naut

230 g svínahakk

6 hvítlauksrif pressuð

2 dósir maukaðir tómatar í dós

225 g tómarpúrra

1 dl rauðvín

215 ml kjötsoð (Ég setti 1 kjötkraft frá knorr í pott ásamt 500 ml af vatni hitaði og notaði af því 215 ml)

2 tsk origano þurrkað

2 msk steinselja þurrkuð

2 tsk sjávar salt

1½ tsk svartur pipar malaður

130 ml nýmjólk

1 msk basilika þurrkuð 

1 tsk sykur

Aðferð 

Setjið olíu í pott.

Skerið lauk smátt niður, gulrætur og sellerý smátt í litla teninga.

Setjið í pottinn steikið þar til mjúkt.

Bætið hakkinu út í steikið þar til nánast klárt.

Bætið rauðvíni út í látið malla á meðalhita í 5 mín.

Útbúið kjötsoð 1 kjötkraftur frá knorr settur í pott ásamt 500 ml af vatni hitið að suðu hrærið saman. 

Bætið út í pottinn kjötsoði, tómötum, tómatpúrru, origano, steinselju, hvítlauk, salti og pipar blandið vel saman hitið að suðu lækkið undir setjið lok á pottinn,  látið krauma á vægum hita í 1 klst. Eftir klukkutíma bætið þið út í nýmjólk, basiliku og sykri, látið malla áfram í 1 klst. Smakkið til bætið út í smá salti ef þurfa þykir.

Sjóðið tagliatelle pasta, smellið á disk setjið bolognese sósuna yfir, blandið saman, raspið parmesan yfir og njótið. Einnig mæli ég með að bera fram brauðbollur baðaðar í kryddolíu og feta með þessu.

Njótið vel,

Ragnheiður Stefáns Matarlyst

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here