Bólur á rassi

Það eru örugglega fáir sem ræða um bólur á rassi, en það fá flestir svona bólur reglulega. Ekki vinsælt umræðuefni svo þá er ágætt að geta lesið sér til um þetta á netinu og auðvitað fjölluðu Cosmopolitan um rassabólur. Talað var við húðsjúkdómalæknana Morgan Rabach og Shereene Idriss.

Hvers vegna fær maður bólur á rassinn?

Morgan Rabach segir að bólur á rassi séu mjög algengar en þær séu ekki af sama meiði og bólur í andliti. „Þetta eru oftast bólgur í hársekkjum,“ segir Shereene Idriss.

Hvernig líta þessir bólgnu hársekkir út?

Bólgnir hársekkir og bólur líta mjög líkt út en það er hægt að sjá mun á þeim. „Venjulegar bólur koma vegna fílapensla eða graftarnabba. Á rasskinnum eru þetta vanalega bólgur í hársekkjum, en þú sérð þá að það er hár í miðju þess sem lítur út eins og bóla. Það getur jafnvel birst hvítur nabbur sem er þó dautt skinn.“ segir Morgan Rabach.

Hvað veldur þessu?

Í stuttu máli, þá getur allt sem veldur núningi valdið því að þú færð þessar bólur á rassinn. Ef þér finnst eins og þú fáir meira af bólunum þegar þú ert mikið í sundfötum þá er það ekki ímyndun. Blaut föt eins og sundföt eða sveittar æfingarbuxur valda því að þú færð bólgur í hársekki.

Hvernig losnar þú við þær?

Shereene Idriss mælir með því að nota hreinsiefni sem innihalda mikið magn af benzoyl peroxide til að drepa bakteríurnar í húðinni sem geta valdið bólgum í hársekkjum. Þig langar kannski að skrúbba á þér rasskinnarnar eins og enginn sé morgundagurinn en Shereene mælir ekki með því. Frekar ættirðu að nota mild hreinsiefni sem hjálpar til við að taka dauðu húðina svo hún festist ekki í svitaholunum.

Heimildir: Cosmopolitan

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here