Bólusetningar valda ekki einhverfu

Þó svo að öllum helstu heilbrigðisstofnunum, fræðimönnum og læknum beri saman um það að bólusetningar valdi ekki einhverfu, standa margir á því, fastar en fótunum, að það sé ekki rétt. Þessir aðilar eru vissir um það að rannsóknir muni sýna tengingu milli bólusetninga og einhverfu og það sé bara tímaspursmál hvenær það gerist.

Sjá einnig: Krúttmoli þurrkar tárin og massar bólusetningu: „Ég er karlmaður!“

 

Nú hefur hópur, sem kallar sig SafeMinds og hefur unnið að því að sýna tengingu milli einhverfu og bólusetninga, lagt fé til rannsókna sem hafa staðið í um 6 ár og voru niðurstöðurnar birtar í Proceedings of the National Academy of Sciences. Við rannsóknina voru notaðir 79 apar sem skipt var í 6 hópa. Tveimur hópanna var gefið bóluefni sem innihélt  thimerosal sem er sótthreinsandi sveppalyf sem var fjarlægt úr bóluefnum nýlega. Tveir aðrir hópar fengu bóluefni fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum, en það hefur verið talið valda einhverfu af þeim sem hafa barist á móti bólusetningum. Tveir seinustu hóparnir fengu saltlausn.

Niðurstaða rannsóknarinnar var afdráttarlaus: Ekkert af þessum bóluefnum breytti á nokkurn hátt hegðun apanna og það voru engin merki um að aparnir yrðu fyrir neinum áhrifum vegna þessa.

Sjá einnig: HPV-veiran og bólusetning gegn leghálskrabbameini

Höfundur rannsóknarinnar skrifaði: „Það urðu engar breytingar á hegðun dýranna né urðu nokkrar breytingar á heila þeirra, sem myndu valda einhverfu.“

Þrátt fyrir þessar niðurstöður halda SafeMinds áfram í sínar skoðanir, segja niðurstöðurnar umdeildar, óljósar og það sé hægt að rökræða margt í henni. Það hefur samt komið í ljós í nýlegum könnunum að þeim fækkar sem sleppa því að bólusetja börnin sín vegna ótta við að þau verði einhverf.

 

SHARE