Bono og Amy Poehler áttu einlæga stund á Golden Globes

Leikkonurnar Tina Fey og Amy Poehler fengu þann heiður að kynna 71. Golden Globes verðlaunin annað árið í röð nótt. Þær þóttu standa sig ákaflega vel enda uppskáru þær mikinn hlátur úr salnum.

Opnunaratriðið tvíeykisins þótti eitt af því eftirminnilegasta frá kvöldinu en einnig stóð það upp úr þegar Amy Poehler smellti ljúfum kossi á íslandsvininn Bono. Amy vann fyrir leik sinn í grín þáttunum Parks and Recreation en Bono vann ásamt hljómsveit sinni U2 fyrir besta frumsamda lagið í bíómyndinni Mandela: long walk to freedom. Rétt áður en leikkonan brá sér upp á svið til að taka við verðlaununum sínum stoppaði hún þó til að deila gleðinni með Bono.

Hér fyrir neðan er opnunaratriðið í heild sinni.

 

SHARE