Bónus karríkrydd innkallað vegna vísbendingar um salmonellumengun í vörunni

Íslendingar athugið:
Katla matvælaiðja ehf., hefur, í samráði við Bónus og matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur,
innkallað eina ákveðna framleiðslulotu af Bónus karrí.
Ástæðan er sú að við innra eftirlit kom fram vísbending um salmonellamengun í vörunni sem merkt
er: „b.f. 13.08.2014.“ Salmonella fjölgar sér ekki í þurru umhverfi, þ.e. í kryddinu sjálfu. Salmonella
drepst við hitun yfir 75°C. Salmonella fjölgar sér ekki í kæli undir 5°C.
Í varúðarskyni er öll lotan innkölluð. Innköllunin varðar eingöngu þessa einu framleiðslulotu og hefur
varan þegar verið tekin úr sölu í verslunum.

Upplýsingar um vöruna:
Bónus karrí
Strikamerki 5690350051927
Þyngd 120 g
Best fyrir dagsetning 13.08.2014
Viðskiptavinir Bónus sem keypt hafa vöruna með „b.f. 13.08.2014“ er bent á að skila henni til
framleiðandans og verður viðskiptavinum bætt óþægindin við skil.

Katla matvælaiðja ehf.,
Kletthálsi 3,
110 Reykjavík.

SHARE