Borðaðu rétt eftir æfingu

Það er nauðsynlegt að borða eftir æfingu til að fá sem mest út úr púlinu. En ekki borða bara eitthvað. Það er mikilvægt að borða rétt og gera það sem fyrst. Hér eru nokkur ráð sem gott er að fylgja til að fá sem mest út úr æfingunni og gefa líkamanum þá næringu sem hann þarfnast.

 

Borðaðu fljótt
Ef þú hefur tekið erfiða æfingu þá skaltu reyna að borða eins fljótt og þú getur. Vöðvar, sinar og bein verða fyrir miklu álagi við æfingar og líkaminn nýtir alla þá orku sem hann finnur. Þetta snýst því um að gefa líkamanum aftur það sem hann tapaði. Þannig verður árangurinn mestur. Ef líkaminn nær ekki að jafna sig almennilega eftir æfinguna og fá þá orku sem hann þarfnast eru meiri líkur á að hann verði veikari fyrir á næstu æfingu. Þannig aukast líkur á meiðslum.

 

 

Ekki bara prótein
Prótein er mikilvægt til að byggja upp vöðva og því þarf máltíðin eftir æfingu að innihalda ríkulegt magn af því. En líkaminn þarf líka góða fitu og ýmis næringarefni. Góð máltíð gæti samanstaðið af kínóa, sætum kartöflum, baunum og eggjum, eða góðum smoothie með próteini og olíu.

 

 

Borðaðu hreina fæðu
Hinn gamalkunni frasi, þú ert það sem þú borðar, gæti ekki verið sannari. Líkaminn notar næringarefnin úr fæðunni til að byggja sig upp. Hann er stanslaust að bæta og laga eitthvað til að reyna að halda sér heilbrigðum. Best er því að neyta eins hreinnar fæðu og hægt er. Jafnvel þótt þú sért alltaf að æfa og brennir þúsundum kalóría á dag, reyndu þá að forða mjög unninn mat, eins og skyndibita og unnar kjötvörur. Hrein fæða er betra byggingarefni fyrir líkamann, frumur hans virka betur og það dregur úr líkum á ótímabærri öldrun, meiðslum og sjúkdómum.

 

 

Passaðu hitaeiningarnar
Ef markmiðið er að léttast þá er mikilvægt að borða ekki of mikið eftir æfinguna, en samt gæta þess að máltíðin sé næringarrík. Meðalkona brennir tæplega 500 hitaeiningum á klukkutímaæfingu, en stór smoothie getur innihaldið svipað magn af hitaeiningum. Ef þú ert að fara að borða máltíð innan við klukkutíma eftir æfingu þá þarftu ekki orkustykki eða annað snakk strax eftir æfinguna.

 

 

Drekktu nóg
Ef þú svitnar mikið á æfingunni og ef þú æfir lengur en klukkutíma í einu þá getur verið gott fyrir þig að fá þér íþróttadrykk til viðbótar við vatnið sem nauðsynlegt er að drekka, bæði meðan á æfingunni stendur og eftir hana. Íþróttadrykkir eru þróaðir til að koma í veg fyrir ofþornun og innhalda jafnframt nauðsynleg sölt. Góð regla er að drekka um tvo bolla af vökva tveimur tímum fyrir æfingu, aðra tvo bolla 15 mínútutum áður og svo hálfan bolla á 15 mínútuna fresti, meðan á æfingunni stendur. Eftir æfingu er gott að miða við að drekka tvo bolla á hver 500 grömm sem þú léttist um á æfingunni.

 

 

Hollt og næringarríkt
Passaðu hitaeiningarnar en máltíðin verður þó að vera næringarrík.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE