Brad Pitt gerir sér dælt við 23 ára konu

Angelina Jolie (43) hefur áhyggjur af því að Brad Pitt  (54) sé að detta í gamalt og kunnuglegt far. Ástæða þess að Angelina heldur það, er að mynd náðist af Brad, þar sem hann heldur utan um meðleikkonu sína á tökustað. Sú heppna heitir Margaret Qualley og er 23 ára.

„Angelina þekkir það frá fyrstu hendi hvernig það er að leika á móti Brad Pitt. Það var nákvæmlega þannig sem Angelina féll fyrir honum á sínum tíma. Þegar hún heyrði af þessu faðmlagi fór umsvifalaust í uppnám,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

„Á meðan Angelina gerir sitt besta til að halda áfram með líf sitt, er það mjög erfitt þegar þinn fyrrverandi er einn vinsælasti maður í heimi,“ heldur heimildarmaðurinn áfram. „Henni finnst hún vera að kafna undir skugganum af þessu öllu saman og fer ennþá í uppnám þegar hún hugsar eða heyrir um Brad. Þess vegna varð hún leið að heyra af því að Brad væri að halda utan um konu sem er helmingi yngri en hún.“

 

SHARE