Brad Pitt með nýju kærustunni

Brad Pitt (58) og Ines de Ramon (29) virtust skemmta sér konunglega á sunnudagskvöldið á Bono-tónleikum í Los Angeles og náði Page Six nokkrum myndum af parinu.

Þau mættu saman á staðinn, hittu Cindy Crawford, Rande Gerber og Sean Penn og föðmuðust og héldust jafnvel í hendur þegar þau lögðu leið sína inn á tónleikastaðinn.

Samkvæmt People hefur parið verið að hittast í nokkra mánuði og heimildarmaður sagði að þau hefðu kynnst í gegnum sameiginlegan vin. Hann sagði líka að Brad væri mjög hrifin af Ines, enda væri hún sæt, skemmtileg og dugleg, með stóran persónuleika.

Ines vill ekki vera í sviðsljósinu en hún gæti verið fullkomin fyrir Brad. Hún er klár og talar þrjú tungumál, lærður næringarfræðingur og vinnur í skartgripabransanum.

Ines og fyrrum eiginmaður hennar Paul Wesley

SHARE