Bradley Cooper og Jennifer Garner saman á ströndinni

Bradley Cooper og  Jennifer Garner hafa þekkst lengi og samkvæmt nýjum myndum eru þau að rifja upp gömul kynni þessa dagana, en þau léku saman í Alias.

Bradley og Jennifer fóru á ströndina í gær, nánar tiltekið á Malibu strönd, og svo virðist sem dóttir Bradley hafi verið með í för. Litla skottið heitir  Lea De Seine Shayk Cooper.

Bradley og Jennifer eru bæði á lausu og gætu eflaust verið frábært par, en tíminn mun leiða í ljós hvort einhver rómantík sé í loftinu.

SHARE