Brast í dans í yfirfullri lest og bað fólk að taka sporið

Ástralinn Peter Sharp er enginn venjulegur maður. Svo virðist sem lífsgleði hans eigi sér nær engin takmörk og þannig gekk hann talsvert langt þann 23 ágúst sl. í viðleitni sinni til að gæða hversdaginn auknu lífi.

Umræddan dag mælti hann sér mót við átta vini sína á lestarstöð. Sjálfur hópurinn fór fyrst inn í lestina og setti upp myndavélar án vitundar annarra farþega og þegar lestin staðnæmdist að nýju, steig Peter inn og gerði sig reiðubúinn til að láta til sín taka.

Íklæddur spariklæðum; glaðlyndur á svip. Enginn áttaði sig enn á hvað var í bígerð og það var ekki fyrr en Peter steig fram og kynnti atriði sitt að upp fyrir öllum rann að eitthvað var á seyði:

Hei, krakkar, ég vil enga peninga. Mig langar bara að dreifa smá gleði. Þannig að ég ætla að setja upp smá danspartý. Í dag. Hér.

Því næst hófst tónlistin og einn af öðrum stigu vinir hans fram – ásamt grunlausum farþegum sem augljóslega var skemmt – og slógust í hópinn.

Hvernig yrði þér við ef lestarferðin leystist upp í allsherjar danspartý?

SHARE