Bréf fannst eftir andlát 12 ára stúlku – Skrifaði til sjálfrar sín eftir 10 ár – Myndband

Taylor var 12 ára þegar hún lést nýlega úr lungnabólgu. Foreldrar hennar fundu bréf eftir andlát hennar sem hún hafði skrifað sjálfri sér og átti að vera opnað, eftir 10 ár.

 

Daginn eftir að faðir Taylor las bréfið upp á myndband og setti á netið, jarðsetti hann sitt yngsta barn og segir hann: „Ef Guð segir að tíminn sé kominn, þá er tíminn kominn. Hann elskaði hana meira en við gátum nokkurn tímann elskað hana. Svo mikið að hann sagði „komdu“,“

Taylor Scout Smith lést skyndilega vegna fylgikvilla veikinda sinna. Foreldrar hennar fundu umslagið með bréfinu innsiglað, en bréfið hafði Taylor skrifað meðan hún var að taka til í herberginu sínu.

Bréfið byrjar á orðunum: „Kæra Taylor, hvernig gengur lífið. Lífið var mjög einfalt fyrir 10 árum. Til hamingju með útskriftina úr framhaldsskólanum. Ef þú hefur ekki útskrifast ennþá, farðu þá aftur í skólann og haltu áfram að reyna. Áttu þitt eigið gæludýr? Ef við erum í Háskóla, hvað erum við að læra? Í augnablikinu langar mig að vera lögfræðingur.“

Í bréfinu skrifar Taylor um venjulegar hugrenningar 12 ára barns, iPad og Doctor Who, en hún talar líka um hamingju sína í framtíðinni: „Hvernig er samband þitt við Guð? Hefurðu beðið til hans nýlega, lesið í Biblíunni eða farið í messu? Ef ekki, stattu þá upp og gerðu það núna!“

SHARE