Brekkusöngur og glens: Útihátíð á SPOT um Versló

Greifarnir, Siggi Hlö og skemmtistaðurinn SPOT standa fyrir Útihátíð á SPOT um verslunarmannahelgina og verður þetta fimmta árið í röð sem útihátíðin verður starfrækt.
Nú er samanlagður fjöldi gesta orðinn áþekkur meðal þjóðhátíðar, en sérstaka athyggli hefur Brekkusöngurinn vakið, sem fer fram í brekkunni fyrir neðan SPOT klukkan 23 á sunnudagskvöldið.
Fjölgað hefur í Brekkusöngnum ár frá ári þar sem hægt hefur verið að sjá heilu fjölskyldurnar mæta og syngja saman undir styrkri stjórn Bjössa greifa og félaga. Greifarnir og Siggi Hlö skiptast á að spila á laugardags og sunnudagskvöld á ballinu inni á SPOT þannig að fjörið stoppar aldrei. Enda eru þessi drengir ekki þekktir fyrir að láta deigan síga.
Partýstjórinn Ásgeir Páll mun svo halda uppi stuðinu á föstudagskvöldinu, en gera má ráð fyrir því að enn fjölgi á Útihátíðinni á SPOT í ár og alveg á hreinu að ekki langt í að hinum frægu nærbuxum Greifanna verði flaggað í fulla stöng í Kópavoginum.
SHARE