Brenglaður húmor sem jaðrar við brjálæði – Á leið til landsins!

Viltu komast á brjálað og nett ruglað uppistand? Láttu orðið ganga!

Hinn umdeildi grínisti, Pablo Francisco er að koma aftur til Íslands, en hann kemur til landsins í október. Þessi margrómaði grínisti, leikari, eftirherma og hljóðsnillingur mun koma fram í Hörpu. Umdeildir brandarar hans hafa gert hann einn af vinsælustu grínistum heims.

Hann byrjar “Live and Kickin” ferðina sína hér í Reykjavík. Miðasala hefst þann 22. apríl á Midi.is. Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands, elskar land og þjóð og þeir sem hafa séð hann hér á Íslandi vita mætavel að hann er með nett ruglað uppistand og einmitt þekktur fyrir það um allan heim. Með ólýsanlegan húmor ásamt einstaka hljóðhæfileika hefur hann skapað sína eigin tegund af gríni og ekki er hægt að bera hann saman við einhvern slíkan í dag. Grínið hans er fyllt með frábærlega brengluðum húmor sem jaðrar við brjálæði og fær þig til þess að hlæja þar til þú grætur. Það er loforð.

Myndbönd frá Pablo á YouTube hafa fengið milljónir heimsókna og á grínsvæði Myspace er myndbandið hans í þriðja sæti yfir mest skoðuðu myndbönd á hinni nýju MySpace síðu. Hann kom síðast fyrir þremur árum síðan og seldist upp fljótt.

Hér er smá brot af uppistandi hjá honum

Velkomin aftur til Íslands Pablo!

Uppistandið hefst 24. október 2013, kl. 20:00 og er hægt að kaupa miða á Midi.is.

Við ætlum að gefa nokkrum heppnum lesendum Hún.is miða fyrir tvo á uppistandið og það eina sem þú þarft að gera er að segja okkur hversu mikið þú vilt komast á sýninguna, hér fyrir neðan, og þá ertu komin/n í pottinn!

SHARE