Breskur karlmaður hefur verið handtekinn og er grunaður um að hafa skorið tvö börn sín, ung að aldri á háls.
Lík 5 ára stúlku og 10 ára gamals bróður hennar fundust í íbúð föður þeirra í úthverfi í Frakklandi. Faðir barnanna, sem er 48 ára gamall hefur nú verið handtekinn eftir að fyrrverandi eiginkona hans sá hann ganga niður stigann í íbúð sinni með blóðbletti á fötunum. Fjölmörg vitni segjast hafa séð manninn flýja af vettvangi á rúlluskautum og með blóðbletti á fötum sínum.
Faðirinn sem nýlega hefur gengið í gegnum skilnað við þáverandi konu sína hefur verið í varðhaldi síðan á laugardag.
Hnífur var fundinn í íbúð mannsinns sem talið er að hann hafi notað við morðin.
Nágrannar eru í áfalli eftir atvikið. Maðurinn átti við áfengisvanda að stríða og beitti fyrrverandi konu sína ofbeldi. Móðirin og fyrrverandi eiginkona hans hafði unnið forræðisdeilu þeirra og flutti til Isere sem er rétt suðaustan við Lyon þar sem maðurinn bjó. Maðurinn var atvinnulaus og bjó einn í íbúðinni. Hann hafði rétt á að fá börnin til sín en undir eftirliti sem hefur greinilega ekki verið til staðar þennan dag.
Börnin komu til pabba síns síðastliðinn föstudag og þetta var fyrsta skiptið sem faðirinn fékk börnin í heimsókn til sín í íbúðina. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann fékk að vera einn með þau eftir skilnaðinn. Móðirin hafði haft áhyggjur af börnunum með föður sínum og fór heim til hans, þá sá hún manninn útataðann í blóði á leið út úr byggingunni. Konan hringdi þá á lögregluna og maðurinn var síðar handtekinn.