Brian Austin Green hefur staðfest að hann og Megan Fox eru að skilja. Hann gerði það á hlaðvarpi sínu sem heitir With Brian Austin Green.

Brian sagði að þau Megan hafi verið að vinna í því að vera í sitthvoru lagi síðan í lok árs 2019. „Ég mun alltaf elska hana og ég veit hún mun alltaf elska mig en við höfum byggt upp fjölskyldu sem á sér enga hliðstæðu.“

Leikarinn sagði líka að þau myndu reyna að hittast og eyða tíma saman með börnunum þeirra þremur. Á einhverjum tímapunkti klöknaði Brian og sagði að hann ætti krefjandi tíma framundan.

Það hafa verið á kreiki sögur um að Megan sé farin að slá sér upp með rapparanum Machine Gun Kelly.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here