Britney Spears drukknaði næstum því á Hawaii

Britney Spears komst í hann krappann þegar hún var í sumarfríi á Hawaii. Hún sagði frá atvikinu í útvarpsviðtali á BBC. „Ég fór útí og hélt að ég væri að synda í svona öldulaug sem er gerð af manna höndum. Þetta var svo indælt, frískandi og fallegt. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað straumurinn varð sterkur og ég fór á kaf í sjóinn í örugglega um 5 mínútur. Ég skildi ekki hvar strandverðirnir héldu sig eiginlega, því ég hefði auðveldlega getað drukknað þarna og var mjög nálægt því.“

Sjá einnig: Britney og Christina gefa út lag sama dag

Þetta fór nú samt allt vel en söngkonunni var mjög brugðið. Þess má til gamans geta að nýjasta plata söngkonunnar kemur út í dag en hún ber nafnið Glory.

SHARE