Britney Spears er KOMIN aftur

Söngkonan góðkunna, Britney Spears, gladdi sennilega marga aðdáendur sína í gær þegar hún tilkynnti að von væri á nýrri plötu en þrjú ár eru síðan Spears gaf síðast út plötu. Mun platan bera nafnið Glory og vera öðruvísi en það sem söngkonan hefur áður gert. Að sögn Britney eru lögin sem Glory inniheldur í rólegri kantinum en söngkonan hefur áður verið þekkt fyrir dillandi popptónlist.

Sjá einnig: Britney Spears spókar sig um á bikini

britney-spears-glory-cover

Britney tilkynnti nýju plötuna á Instagram.

Glory verður fáanleg um næstu mánaðarmót.

SHARE