Brittany Murphy lést vegna eiturs – Niðurstöður nýrrar rannsóknar

Nýjar eiturefnarannsóknir, sem faðir Brittany lét framkvæma,benda til þess að eitrað hafi verið fyrir leikkonunni og hafi hún látist vegna þess.

Angelo Bertolotti, faðir Brittany, réði mann til þess að rannsaka þetta mál og fann hann mikið af eitruðum málmum í hári úr Brittany, þar á meðal Baríum, sem er notað í sumar gerðir rottueiturs.

Brittany lést í desember 2009, aðeins 32 ára gömul og var talið að hún hafi látist vegna lungnabólgu og blóðleysis sem rekja mátti til notkunar lyfja. Það var í það minnsta niðurstaða krufningalæknisins í Los Angeles.

Faðir Brittany barðist fyrir því að fá aðgengi að ónotuðum sýnum af hári Brittany, því hann var alveg sannfærður um að Brittany hefði dáið vegna eitrunar af völdum arseniks, en sú eitrun er oft misskilin sem lungnabólga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hans sögn að Brittany dó vegna eitrunar og fer Angelo fram á það að mál Brittany verði opnað aftur.

Eiginmaður Brittany, Simon Monjack, lést 5 mánuðum eftir Brittany og var andlát hans líka talið vera vegna lungnabólgu.

 

SHARE