Brjóstahaldarar eru rándýrir – 7 ráð til að fara betur með þá

Brjóstahaldarar eru dýrt spaug og því er betra að fara vel með þessar flíkur.

Hér eru nokkur góð ráð varðandi þvotta og annað:

 

1. Handþvoðu haldarana – alltaf! Það stendur væntanlega á miðanum. Vissulega er handþvottur leiðindaverk en hann skilar sér í betri endingu.

 

2. Notaðu milt þvottaefni. Ekki nota Ultra Super Weiss-ið sem þú notar til að þrífa grasgrænu úr fótboltabúningi barnsins.

 

3. Ef nauðsyn krefur (alvöru tímaleysi, ekki leti) má þvo brjóstahaldara á handþvottastillingu. Í nærfatapoka. Og ekki fleiri en tvo saman í hvert sinn.

 

4. Ekki leyfa þeim að þorna í einhverju kuðli. Farðu varlega með flíkina, sléttu úr henni og legðu hana snyrilega til þerris.

 

5. Talandi um þurrkun… leggðu þá flata til þerris! Ekki hengja á hurðarhún eða stólbak, það teygir bara úr þeim.

 

6. Ekki brjóta þá saman. Hugsaðu um hvernig þeir eru til sýnis í verslunum, þannig eiga þeir að liggja í skúffunum heima.

 

7. Og eitt að lokum… þegar þú ferð úr brjóstahaldaranum skaltu ekki draga klemmuna fram á maga til að losa hann. Af hverju? Jú, þú þarft að TOGA og TEYGJA og það fer illa með haldarann!

SHARE