Broddgöltur í vígahug slæst einsamall við 17 banhungruð ljón

Á þessu ótrúlega myndskeiði sést lítill broddgöltur reka rassinn framan í heila hjörð ljóna, sem öll sverma kringum broddgöltinn, sem með útspennta broddana sveigir sér klaufalega undan.

Atvikið, sem átti sér stað í suður-afrískum þjóðgarði fyrir skemmstu og var fest á myndband er að finna á YouTube en í lýsingu má lesa eftirfarandi:

Broddgölturinn byrjaði að brölta afturábak á hvað það ljón sem ætlaði að koma nær en broddgeltinum leyst á, sem er vel þekkt varnartækni meðal broddgalta. Ef broddgeltinum tekst að koma nógu nærri rándýri, skýtur hann þó ekki jafn mörgum broddum og fólk heldur. Þvert á móti eru míkrókrókar á broddunum sjálfum, sem læsa sig inn í andlitið eða þófa rándýra sem hætta sér of nærri broddgeltinum. Broddarnir rifna einfaldlega af broddgeltinum án þess að skaða sjálfan broddgöltinn. Og þetta þarf rándýrið að sitja uppi með; sársaukafulla broddana sem sitja fastir.

SHARE