Brooklyn Beckham (15) undirritar samning við Arsenal

Brooklyn Beckham, sem orðinn er 15 ára gamall, hefur undirritað ungliðasamning við breska fótboltaliðið Arsenal. Brooklyn, sem er sonur David Beckham, fetar þannig í fótspor föður síns sem spilaði með Arsenal fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan, þar til hann dró sig í hlé frá boltanum og nú virðist sem arftaki hans og elsti sonur, ætli sér að halda merki föður síns á lofti.

Brooklyn Beckham

Að sögn Daily Star valdi Brooklyn Arsenal umfram önnur fótboltalið, en hafnaði boði Manchester United, þar sem David faðir hans hóf feril sinn sem leiddi til heimsfrægðar fyrir svo mörgum árum síðan. Fjölmörg lið, þar á meðan Chelsea, höfðu augastað á elsta syni Beckham en Arsenal bar best úr býtum og gengu því önnur lið tómhent frá samningaborði.

screenshot-static.guim.co.uk 2014-11-10 08-23-54

Heimildir herma að Brooklyn sé sleipur fótboltamaður og að drengurinn hafi alla burði til að ná langt í sportinu, en það mun ekki einungis heimsfrægð foreldra hans sem landaði Brooklyn samning, heldur hæfileikar hans og dugnaður. Þannig herma nafnlausar heimildir að hann sé liðtækur fótboltamaður og hafi alla burði til að ná langt í sportinu:

Brooklyn er hæfileikaríkur fótboltamaður og skarar framúr á öllum æfingum. Hann hefur sýnt fádæma tilburði á leikjum og stendur sig vel í boltanum. Öll helstu fótboltaliðin voru með hann í sigtinu og þetta var því orðin spurning um hvort, en ekki hvenær, hann færi á samning hjá einu af stóru liðunum. Þeir hjá Arsenal sjá mikla möguleika í Brooklyn og þeir halda vel utan um sína liðsmenn.

AL-beckham1-0911e

Ef marka má stöðuna í dag, eru yfirgnæfandi líkur á að Brooklyn muni landa langtímasamning við Arsenal þegar fram í sækir, en hann hefur sýnt störnuleiki á ungliðamótum og þrátt fyrir að drengurinn sé einungis 15 ára gamall, má hafa í huga að faðir hans, David, var einungis 17 ára þegar hann undirritaði samning við Manchester United árið 1992.

screenshot-i4.cdnds.net 2014-11-10 08-28-11

Brooklyn er þó ekki eini sonur Beckham hjónanna sem hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu. Þannig greindi HÚN frá stjörnuum prýddum leik Romeo, 12 ára bróður Brooklyn, sem fór með aðalhlutverkið í jólasögu Burberry og því enginn vafi á að fjölskyldulífið blómstrar hjá Beckham fjölskyldunni um þessar mundir.

SHARE