Bruce Jenner: á forsíðu Vanity Fair sem transkona

Ólympíugullverðlaunahafinn og raunveruleikastjarnan Bruce Jenner hefur tjáð sig opinberlega um það að hann sé kona en hann gerði það fyrst í viðtali við fréttakonuna Diane Sawyer.

Fjölmiðlar höfðu haldið því fram í þó nokkurn tíma áður en hann kom fram í viðtalinu við Diane að hann væri að gangast undir kynleiðréttingarferli.

Í viðtalinu var Bruce ekki tilbúinn að koma fram sem hún en sagði að það væri stutt í að það myndi gerast. Svo virðist sem að það sé á næsta leyti því slúðurfréttasíðan TMZ greindi frá því á föstudaginn að hún myndi birtast framan á tímaritinu Vanity Fair í sumar.

Ljósmyndarinn Annie Leibovitz er sögð eiga að taka forsíðumyndina af henni en þegar reynt var að ná í fulltrúa Bruce, Leibovitz og Vanity Fair voru þau öll upptekin og gátu ekki svarað spurningum.

Bruce hefur haldið henni og nafninu hennar leyndu og bjuggust fjölmiðlar við því að hún myndi stíga fram í sviðsljósið í væntanlegum þáttum um hana sem verða sýndir á sjónvarpsstöðinni E!.

Fjölskylda Bruce tók þeirri ákvörðun hans um að gangast í gegnum kynleiðréttingu og að byrja að lifa sem hún misvel en þau segja þó öll að hann hafi aldrei verið hamingjusamari.

Sjá einnig: Bruce Jenner: Brot úr nýjum þætti um kynleiðréttingarferlið

bruce-jenner

Sjá einnig: Bruce Jenner myndaður í kjól fyrir utan heimili sitt

BruceJenner

Sjá einnig: Bruce Jenner ljómar af hamingju: „Ég íhugaði oft sjálfsmorð“

27F9011300000578-0-Ready_for_his_close_up_Bruce_Jenner_to_grace_the_cover_of_Vanity-a-14_1432948559161

Sjá einnig: Ég get ekki lifað í lygi lengur; ég er kona“ – Bruce Jenner

SHARE