Bruce Jenner ljómar af hamingju: „Ég íhugaði oft sjálfsmorð”

Skælbrosandi, rólyndur og léttur í bragði. Þetta mun vera sá Bruce Jenner sem steig út í fyrsta sinn í gær eftir að viðtalið við Diane Saywer var sýnt á föstudagskvöld, en ríflega 17 milljónir manns fylgdust með Bruce, sem er þekkt raunveruleikastjarna úr Keeping Up With The Kardashians, viðurkenna fullum fetum að hann hefði fæðst í röngum líkama og væri kona.

Sjá einnig: „Ég get ekki lifað í lygi lengur; ég er kona” – Bruce Jenner

27F5FA4300000578-3055588-Emotional_Speaking_in_front_of_millions_of_viewers_on_ABC_last_n-a-49_1430000194929

Bruce, sem er orðinn 65 ára gamall, náðist á filmu á bensínstöð við bíl sinn en ekki mátti sjá annað en að þungu fargi væri létt af manninum, þar sem hann setti bensín á bílinn sinn. Sennilega er það einnig rétt, en Bruce greindi meðal annars Diane frá því að hann hefði liðð svo ólýsanlegar sálarkvalir sökum þess að hann gat ekki greint frá sannleikanum að hann íhugaði margsinnis sjálfsmorð.

Sjá einnig: „Fokkaðu þér, Perez!” – Kris brjálast vegna Bruce Jenner á Twitter

27F6409200000578-0-Glamorous_dresser_Bruce_is_pictured_showing_Diane_one_of_his_dre-a-5_1429994097435

Rólyndislegt yfirbragð og indælt brosið á andliti Bruce segir í raun allt sem segja þarf; fyrrum gullverðlaunahafinn og raunveruleikastjarnan hefur loks öðlast sálarró.

Sjá einnig: Bruce Jenner myndaður í kjól fyrir utan heimili sitt

2800316D00000578-3055588-image-a-12_1429995506725

Ófáir þekktir einstaklingar hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Bruce vegna hugrekkis hans og einlægni og hefur honum verið hampað óspart, en Bruce varð helsta fyrirmynd transfólks á einni nóttu ef svo má segja, þegar hann lagði spilin á borðið í einlægni og sagði frá ferðalagi sínu, hormónameðferðinni og þeim ljóta feluleik sem hann varð að spila, allt meðan slúðurmiðlar gerðu óspart grín að honum vegna getgáta um kynhneigð hans.

Sjá einnig: Bað Bruce Jenner að fela brjóstin fyrir barnabörnunum

280032D500000578-3055588-image-a-20_1429996813317

Í viðtalinu í gær sagðist Bruce einnig ávallt hafa laðast að konum; að sú staðreynd að hann væri kona og hefði fæðst kona hefði ekkert að gera með kynhneigð hans. Því hefði honum þótt eðlilegt að vera giftur konu og að njóta kynlífs með konu. Þá sagðist hann hafa tekið inn kvenhormóna um stund og að hann hyggist taka skrefið til fulls og undirgangast kynleiðréttingaraðgerð.

Ég er ekki samkynhneigður. Svo framarlega sem ég veit, þá er ég gagnkynhneigður. Ég hef aldrei verið með karlmanni. Ég hef alltaf verið í hjónabandi og tekið virkan þátt í barnauppeldi.

2800321900000578-3055588-image-a-43_1429999158894

Þó Bruce hafi, í viðtali sínu við Diane Saywer, svipt hulunni af sannleikanum er ferðalag hans þó rétt að hefjast. Þannig verður ferlið sjónvarpað í nýjum raunveruleikaþætti þar sem Bruce leyfir áhorfendum að fylgjast með því hvað fólgið er í kynleiðréttingarferli. Þættirnir hefja göngu sína vestanhafs í lok júní og verða án efa ófáum í sömu sporum hvatning og stuðningur. Aðspurður þverneitar Bruce þó að viðtal hans við Diane hafi verið í gróða- eða auglýsingaskyni – þvert á móti hafi sársaukinn sem fylgdi feluleiknum keyrt um þverbak að lokum:

Að þurfa að dylja hver ég er í raun og veru var orðið svo sársaukafullt að ég var farinn að íhuga sjálfsmorð. Bara til þess að binda endi á feluleikinn. Ég gat ekki haldið lygunum á lofti lengur. Ég er kona.

SHARE