Brúður dansar seinasta dansinn við föður sinn

Lisa Wilson átti sér draum um hið fullkomna brúðkaup, en hún ákvað að breyta plönum sínum til þess að geta haft föður sinn í brúðkaupinu og dansað við hann í veislunni.

Tveimur vikum fyrir brúðkaupið breyttu þau áætlunum sínum á þann veg að þau ákváðu að hafa athöfnina á spítalanum hjá föður Lisa, en hann var mjög lasinn. Lisa vildi ekkert meira en að dansa við pabba sinn en hann sagði henni að hann væri of veikburða til að standa upp úr rúminu. Hún sagði honum þá að þau myndu dansa með höndunum, sem þau svo gerðu. Ástin og umhyggjan milli þessara tveggja er áþreifanleg.

SHARE