Bryndís Gyða með Snooki, 50 Cent og Mike Tyson í Las Vegas

Ég er stödd í Las Vegas ásamt manninum mínum. Við höfum verið síðustu daga á CES ráðstefnunni sem er stærsta raftækjaráðstefna í heimi þar sem helstu raftækja fyrirtæki út um allan heim koma saman og kynna það allra nýjasta, þetta er frábært tækifæri fyrir viðskiptafólk að skapa ný sambönd og kynnast nýju fólki í bransanum. Þar sem við erum bæði í viðskiptaferð mættum við bæði á ráðstefnuna, ég mætti á vegum Hún.is og það var svo sannarlega margt um manninn og fullt af fjöri. Í gær hitti ég Snooki úr Jersey Shore, við spjölluðum saman í svolítinn tíma og mun ég birta viðtal við hana fljótlega. Þeir sem horfa á Jersey Shore muna að sjálfsögðu eftir Snooki, hún hefur skotist á stjörnuhimininn og orðið heimsfræg og á nú sín eigin vörumerki og það er einmitt það sem hún var að kynna á CES, heyrnatól í hennar stíl. Í Jersey Shore hefur Snooki komið fram sem hálfgerð ótemja en þegar ég hitti hana virtist hún voðalega róleg og ljúf.

Hún er enn minni en ég bjóst við, en hún nær mér rétt upp að bringu, í hælum!

Ég rakst einnig á 50 Cent og Mike Tyson. Þeir voru svalir að vanda og það var stutt í brosið hjá þeim félögum. Mér finnst Mike Tyson alltaf fyndin týpa og hef gaman af honum.

Mér finnst alltaf jafn gaman að koma til Vegas og borgin er full af lífi allan sólarhringinn, enda ekki kölluð borgin sem aldrei sefur út af engu!

Maturinn er góður, þjónustan góð, verslanirnar æði fyrir verslunarfíkil eins og mig og aðalmálið eru svo auðvitað klúbbarnir sem geta ekki klikkað. Á kvöldin höfum við farið út að borða og kíkt á næturlífið sem er ekki af verri endanum. Í gær forum við á Tao þar sem rapparinn Ludacris var að halda partý.

Eftir ráðstefnuna sem klárast í dag munum við parið svo eyða restinni af ferðinni í að halda upp á sambandsafmæli okkar, borða góðan mat, versla, skála fyrir ástinni og fara á skemmtilegar sýningar, ekki má gleyma fallegu gosbrunnasýningunni á Bellagio hún er ótrúlega rómantísk. Svo er aldrei að vita nema við förum all in Vegas style, tökum forskot á sæluna og leyfum Elvis að gifta okkur. (Engar áhyggjur mamma & tengdó, ég veit þið eruð að lesa. Ég lofa að við giftum okkur heima á Íslandi líka)

Ferðin er aðeins hálfnuð svo það er alveg á hreinu að fleiri ævintýri eiga eftir að bætast í safnið. Þangað til næst!

50 cent
50 cent
Tyson
Tyson
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here