Draumur Brynjars Karls, 11 ára drengs með einhverfu, er að komast í LEGOLAND og byggja heilt skip. Ekki hvaða skip sem er, heldur Titanic.

Brynjar Karl hefur mikla ástríðu fyrir skemmtiferðaskipum og elskar að læra allt um þau alveg niður í dýpstu smáatriðin, en Titanic er uppáhaldið hans og draumurinn er að verða skipstjóri.  Hann eyðir miklum tíma í að afla upplýsinga um skipið á netinu og það er hægt að segja ef þig vantar einhverjar upplýsingar um Titanic þá getur þú spurt Brynjar Karl um þær.   LEGO hefur verið mikilvægur „fjölskyldumeðlimur“ í lífi hans og hefur hjálpað Brynjari að þróa ímyndunarafl hans og verkfræði færni, móðir hans telur það að vera eina af bestu fjárfestingum sem fjölskyldan hefur gert í gegnum árin.

Móðir hans, Bjarney Lúðvíksdóttir, framleiðandi og kvikmyndagerðakona aðstoðar hann við að skora á LEGOLAND að bjóða Brynjari að koma í LEGO verksmiðjuna í Billund og gefa honum tækifæri á að byggja upp eigið Titanic skip sitt.  Hann er viss um að hann geti þetta en til þess þarf aðstoð frá LEGO með aðstöðu til að byggja skipið og eins gistingu á meðan verkefninu stendur.

Ég er að hjálpa honum að ná takmarki sínu og að skora Legoland að bjóða Brynjar að koma í LEGO verksmiðjuna í Billund og gefa honum tækifæri til að byggja upp eigið Titanic skip sitt . Hann er viss um að hann getur gert þetta og ég veit hvað hann hefur náð langt í gegnum árin , ég hef trú á honum, Hann skilur að þetta mun taka tíma og er tilbúinn fyrir áskorun. Nú vonum við bara að Legoland sjái þessa áskorun og bjóði honum að koma til sín.  Ég mun taka upp heimildarmynd allan þann tíma sem þetta tekur.

Við hvetjum alla til að dreifa þessu myndbandi sem víðast og koma þessari áskorun til LEGO

SHARE