Búin að bæta á sig og aldrei verið hamingjusamari

Selena Gomez (22) og kærastinn hennar Zedd (24) eru svo hamingjusöm saman. Selena hefur vakið athygli slúðurmiðla vegna örlítillar þyngdaraukningar en hún hefur þyngst um sirka 4,5 kíló.

Selena hefur sjaldan litið betur út og geislar af hamingju, en hún hefur aðeins bætt á sig eftir að hún byrjaði með Zedd og kallar „aukakílóin“ sín Zedd kílóin. „Selena segir að Zedd elski línurnar hennar og hvetji hana til að bæta frekar á sig en að grennast. Hann segir henni alltaf að hún hafi sjaldan verið kynþokkafyllri,“ segir heimildarmaður HollywoodLife. 

selena-gomez-why-thrilled-gained-10-lbs-spl-lead

„Selena er á góðum stað og líður vel með sjálfa sig og er ekki með líkamann sinn á heilanum. Hún hefur engan áhuga á að vera grindhoruð eins og margar stelpur sem hún þekkir. Hún var ekki heilsusamleg þegar hún var með Justin og hún veit af því,“ bætir heimildarmaðurinn við. „Já hún var grennri en það var vanalega af því hún gat ekki borðað útaf uppnámi sem sambandið hennar olli henni og henni leið eins og Justin myndi hætta með henni ef hún myndi bæta á sig.“

selena-gomez-curvy-zedd-love-ftr

 

Tengdar greinar: 

Justin Bieber og Ellen DeGeneres í sleik: Hræddu líftóruna úr fólki

Justin Bieber er tekjuhæsta stjarnan undir 30 ára

Selena Gomez ber og barnaleg í V magazine

SHARE