Býður Caitlyn Jenner EKKI í brúðkaupið

Brody Jenner (34) undirbýr nú að ganga í hjónaband á Bali og ætlar sér ekki að bjóða Caitlyn Jenner (68) að mæta á svæðið.  

Brody ætlar að giftast unnustu sinni, Kaitlynn Carter, en Caitlyn verður væntanlega fjarri góðu gamni. Caitlyn sást um helgina á Chipotle veitingastað, nálægt heimili sínu. Þykir það benda til þess að hún verði ekki viðstödd hjónavígsluna en Brody og restin af fjölskyldunni er á Bali um þessar mundir.

Fyrrverandi eiginkona Caitlyn, Linda Thompson, hefur verið að deila myndum frá fjölskylduferðinni á samfélagsmiðlum.

 

Heimildarmaður Life & Style sagði:

Það er ekkert leyndarmál að Brody er ekki hrifinn af Kardashian fjölskyldunni. Hann hatar Kris og Kim mest, en í alvöru hatar hann mest að vera í samskiptum við fjölskylduna. Hann býður örugglega ekki Kendall og Kylie heldur í brúðkaupið. 

SHARE