Býr til ódauðleg listaverk með eldgamalli ritvél

Hann heitir Paul Smith og er ótrúlega næmur listamaður sem skapar ódauðleg verk með ritvél og hefðbundinn vélritunarpappír einan að vopni. Paul er með heilalömun eins og Cerebral Palsy útleggst á íslensku, en þrátt fyrir mjög skerta hreyfigetu og takmarkaðan styrk í útlimum er hann óþreytandi við að móta sköpunarverk sín, sem hanga upp um alla veggi á hjúkrunarheimilinu í Oregon, þar sem Paul er búsettur.

Gifurlega og næsta ótrúleg sköpun en það er ekki allt, heldur eru það einnig hvetjandi viðhorf Paul til lífsins sem vekja nær sömu athygli, því að mati Paul skiptir það eitt mestu máli að greina eigin hæfileika og virkja til góðra verka.

Heimild: True Activist

 

SHARE