Caitlyn Jenner á í hættu að vera kærð fyrir manndráp af gáleysi

Þeir aðilar sem standa að rannsókn á bílslysi sem raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner átti hlut í vilja að saksóknari kæri Caitlyn fyrir manndráp af gáleysi en ein kona, Kim Howe lést við áreksturinn.

Sjá einnig: Eltingaleikur ljósmyndara við Bruce Jenner endaði með banaslysi

Rannsóknarlögreglumaðurinn Richard Curry segir að Caitlyn hafi ekið hættulega hratt þegar bíllinn hennar keyrði á annan bíl þar sem Kim var ökumaður en hennar bíll skaust við það inn á rangan vegarhelming. Bíllinn lenti á akrein þar sem umferð kom úr gagnstæðri átt og fékk bíl beint framan á sig sem varð til þess að Kim lét lítið.

Sjá einnig: Eltingaleikur ljósmyndara við Bruce Jenner endaði með banaslysi

Curry sagði þó einnig að Cait hafi ekki verið yfir hámarkshraða en miðað við aksturskilyrði þennan dag þá fór hún heldur of geyst.

Áður var haldið að Caitlyn hafi verið með síma við hönd en eftir að símtalsnotkun var skoðuð á farsímanum hennar var hægt að útiloka það.

Ef Caitlyn yrði dæmd gæti hún þurft að sitja í ár í fangelsi.

Sjá einnig: Khloe og Kendall eru sjóðheitar í sumarfríi

caitlyn-jenner-c-1024

SHARE