Caitlyn Jenner er nýtt andlit H&M

Caitlyn Jenner er gríðarlega stolt af því að tilkynna að hún hefur verið valin nýtt andlit fyrir sportfatnað H&M verslunarkeðjunnar. Hún birti mynd úr myndatökunum, þar sem hún var stödd í ræktinni og klædd í íþróttaföt frá H&M frá toppi til táar.

Sjá einnig: Caitlyn Jenner og Arnold Schwarzenegger eru perluvinir

Fyrir stuttu síðan var Caitlyn fengin til að vera andlit Mac förðunarvaranna og hefur hún unnið með þeim að gerð sérstaks varalits í tilefni þess. Svo virðist sem fyrirsætuferill hennar sé rétt að byrja og spennandi verður að fygljast með framvindu mála hjá henni. Það er ekki of seint að byrja fyrirsætuferil sinn 66 ára gömul.

Sjá einnig: Caitlyn Jenner er tilbúin í að fara á stefnumót með mönnum

 3214C37700000578-0-image-m-150_1457667484776

32151FAD00000578-3486967-image-a-179_1457669278602

32151CEC00000578-3486967-image-m-177_1457669086690

Caitlyn er ekki eina fyrirsætan, sem gengið hefur í gegnum kynleiðréttingarferlið, en Andreja Pejic gengur um tískupallana fyrir hönd H&M.

Sjá einnig: Caitlyn Jenner: „Það er vegna þessa sem guð setti mig á þessa jörð“

31CABCC300000578-3486967-image-m-156_1457668676180

SHARE