Calvin Klein fyrirsæta í „yfirstærð” veldur ótrúlegu fjaðrafoki

Myle Dalbesio, sem er fyrirsæta í yfirstærð, hefur farið stórum á erlendum miðlum að undanförnu. Ástæðan: Hún er í hópi þeirra sem kynnir nýjustu undirfatalínu Calvin Klein- en hún er svokölluð „size 10” á bandarískan mælakvarða. Sem útleggst aftur sem stærð 40 samkv. evrópskum númerum.

elle-00-myla-blog

Myla er í fatastærð 10 og þar af leiðandi sögð í yfirstærð

Myla segist stolt af tökunni, en hún hefur hælt ákvörðun Calvin Klein í hástert og sagði þannig í viðtali við Elle fyrir skömmu:

“t’s not like [Calvin Klein] released this campaign and were like ‘Whoa, look, there’s this plus size girl in our campaign.’ They released me in this campaign with everyone else; there’s no distinction. It’s not a separate section for plus size girls …

Svo mikla athygli hafa ljósmyndir af Myle fyrir Calvin Klein vakið í erlendum miðlum að hún hefur verið tíður gestur spjallþátta vestanhafs að undanförnu þar sem hún hefur haldið uppi vörnum fyrir vörumerkið sjálft og útskýrt þáttöku sína í herferðinni en hún sagði meðal annars í viðtali við Today Show:

… to see a brand like that embracing you in a greater range of sizes …. it’s really special.

Vandinn sem þáttaka Myle hefur valdið og deilurnar sem upp hafa risið eru hins vegar þessar: Stúlkan notar fatastærð 10 og í einhverjum tilfellum, 8 – eins og heimildir herma – en það þykir eðlileg líkamsþyngd þegar ung kona á í hlut. 

Þess má geta að hefðbundin fatastærð hátískufyrirsæta er hið fræga NÚLL eða Size Zero eins og stærðin er oftlega nefnd. Þykja þær stúlkur sem notast við fatastærð 2 eða jafnvel 4 nærri hættustigi, samkvæmt stöðluðum hugmyndum um ákjósanlega líkamsstærð, en fyrrgreind viðhorf eru talin rót þess vanda er veldur átröskun meðal ungra stúlkna.

elle-02-myla-blog

Calvin Klein gaf út opinbera yfirlýsingu vegna ljósmyndanna, sem hafa vakið athygli

Svo miklu fjaðrafoki hefur birting myndanna og nýjasta auglýsingaherferð Calvin Klein valdið – sérstaklega í ljósi þeirrar hörmulegu ákvörðunar Victoria Secret að auglýsa nýjustu línu sína undir formerkjunum The Perfect Body – að fyrirtækið sendi frá sér opinbera yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem segir:

The new Calvin Klein Underwear Perfectly Fit imagery features models Myla Dalbesio, Jourdan Dunn, Amanda Wellsh, Ji Hye Park and the face of the brand, Lara Stone, in several styles. The Perfectly Fit line was created to celebrate and cater to the needs of different women, and these images are intended to communicate that our new line is more inclusive and available in several silhouettes in an extensive range of sizes.

Hér má sjá magnað viðtal við Mylu á vegum The What’s Underneath Project:

SHARE