
Hin 13 ára gamla Danielle Bregoli hefur hlotið heimsfrægð eftir að hafa komið fram í Dr. Phil. Hún kom fram í þættinum vegna þess að hún er vandræðaunglingur og mamma hennar vildi fá hana með sér í þáttinn. Sú ákvörðun móðurinnar hefur heldur betur snúist Danielle í vil, en hún hefur skrifað undir samning við sjónvarpsstöð um tökur á raunveruleikaþáttum.
Sjá einnig: 13 ára stúlka sett í eilífðarbann hjá flugfélaginu Spirit Airlines
Danielle hefur látið hafa fyrir sér seinustu ár en á seinasta ári var lögreglan kölluð á heimili mæðgnanna meira en 50 sinnum. Ástæður útkallanna voru þjófnaður á bíl, heimilisofbeldi og hótanir.