Casillero del Diablo er vín vikunnar

0

Concha y Toro er stærsti vínframleiðandi Chile þeir eru með vínekrur og framleiðslu um allt landið ein af þeim tegundum sem hann framleiðir er einmitt . Casillero del Diablo.

Casillero del Diablo nafnið er kennt við djöfullinn og segir sagan að nafnið sé komið til frá víngerðarmanninum sem sagði að djöfullinn ætti heima niðri í kjallaranum þar sem bestu vínin hans voru geymd og engin þorði niður nema hann sjálfur.

En fyrst og fremst eru þeir þekktir í seinni tíð fyrir ferska framsetningu og góða markaðsetningu á frábærum vínum sem henta sem flestum sem vilja vín með matnum eða bara eitt og sér í notalegheitum.

Tegundin sem ég fjalla um hérna þessa vikuna er Merlot / 2012 árgerðin frá  Rapel Valley í Chile.

Casillero del Diablo Merlot

Þetta er frekar kraftmikið vín það er mjög kryddað, Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, plóma, létt eik.

þetta er ansi mikið vín og hentar einkar vel með ítölskum pasta réttum og góðum medium steiktum nautasteikum.

Það er nokkuð ljóst að þú ert að gera góð kaup með þessa flösku

Vín: Casillero del Diablo
Tegund: Merlot
Árgerð: 2012
Vol: 13.5%
Verð: 1950

SHARE