Celine Dion hættir við tónleikaferðalag vegna veikinda eiginmanns hennar

Söngkonan Celine Dion hefur hætt við væntanlega tónleikaferð um Asíu vegna veikinda eiginmanns hennar Rene Angelil. Celine mun leggja ferilinn á hilluna um óákveðinn tíma en tónleikar hennar í Las Vegas hafa einnig verið settir á ís. Söngkonan er með fastan samning við hótelið Caesars Palace í Las Vegas þar sem hún heldur reglulega tónleika fram til ársins 2019.

Rene þjáist af krabbameini í hálsi en reynt var að  fjarlæga það í desember í fyrra og hafa veikindi hans haft mikil áhrif á sönkonuna. Celine hefur sjálf verið að glíma við bólgur í vöðvunum í hálsinum sem hefur haft þær afleiðingar að hún hefur ekki getað flutt tónleika sína Las Vegas síðan 29. júlí.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sönkonan leggur feril sinn tímabundið á hilluna en það gerði hún líka á árunum 2000 til 2002 til að hlúa að eiginmanni sínum þegar hann greindist með krabbameinið í hálsi.

„I want to devote every ounce of my strength and energy to my husband´s healing, and to do so, it´s important for me to dedicate this time to him and to our children. I also wan to apologize to all my fans everywhere, for inconveniencing then, and I thank them so much for their love and support.“

Rene sem er 72 ára og Celine, 46 ára, eiga sama þrjá drengi. Þá René-Charles, 13 ára, og tvíburana Eddy og Nelson sem er þriggja og hálfs árs gamlir.

SHARE