Céline Dion tileinkar dauðvona eiginmanni sínum lag á tónleikunum sínum

Söngkonan Celine Dion snéri aftur til heimkynna sinna ef svo má kalla í Las Vegas eftir ársfrí frá tónleikaröð sinni í síðasta mánuði. Celine tók sér upphaflega frí frá tónleikaröð sinni til þess að sinna dauðvona eiginmanni sínum Rene Angelil.

Sjá einnig: Celine brotnar niður í sjónvarpi: „Ég mata René gegnum slöngu þrisvar á dag“

Það var þó Rene sjálfur sem bað Celine um að snúa aftur til vinnu sinnar.

Rene, 74 ára, berst nú við krabbamein í hálsi í þriðja skipti, en ótal margar aðgerðir á hálsinum hans hafa gert það að verkum að hann er ófær um að tala. Hinsta ósk Rene er að deyja í örmum eiginkonu sinnar til 20 ára en hann er ekki talinn eiga langt eftir.

Sjá einnig: Vill deyja í örmum eiginkonu sinnar

Upphaflega hafði Celine vonast til að Rene gæti setið á fremsta bekk og fylgst með en þegar að því kom hafði hann ekki heilsu. Celine tileinkaði Rene lag á tónleikunum en á meðan hún söng birtust myndir af honum og strákunum þeirra þremur uppi á stóru tjaldi.

Sjá einnig: Celine Dion hættir við tónleikaferðalag vegna veikinda eiginmanns hennar

https://www.youtube.com/watch?t=267&v=yFMx_WcY9UE&ps=docs

celine-dion-husband-cancerjpg

 

SHARE