Chelsea Handler fór í tvær fóstureyðingar – Aðeins 16 ára

Chelsea Handler opnaði sig og segir að hún hafi ferið í tvær fóstureyðingar þegar hún var 16 ára gömul. Spjallþáttastjórnandinn segir að fyrst þegar hún varð ófrísk hafi hún ekki hugsað með sér að eyða fóstrinu, en hún var að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil í lífi sínu. Hún þoldi ekki foreldra sína og stundaði kynlíf án þess að nota varnir með kærasta sínum, sem hún segir að hún hefði aldrei átt að vera að stunda kynlíf með til að byrja með. Þegar hún síðan varð ófrísk, hugsaði hún með sér að hún gæti alveg séð um barn og að ef hún myndi eignast tvíbura að hún myndi gefa þeim nöfn sem ríma.

Sjá einnig: Foreldrarar kæra lækna fyrir mistök: Móðirin vildi fóstureyðingu

En foreldrar hennar bentu henni á að það væri ekki skynsamlegt fyrir hana að eiganst barn og alið það upp ein 16 ára gömul. Hún segir að henni hafi liðið mun betur eftir að hafa farið í fóstureyðingu, en segir að henni hafi liðið eins og foreldrar hennar væru virkilega að ala hana upp. Henni var mjög létt þegar því ferli var lokið, en innan sama árs varð hún ófrísk aftur eftir sama strákinn. Foreldrar hennar voru ekki tilbúnir til að greiða fyrir hana fóstureyðingu í þetta skiptið, svo hún varð að safna sér pening til að fara í aðgerðina. Chelsea bendir á að hún hafi verið mjög óábyrg, en að það hafi verið nauðsynlegt fyrir hana að taka nauðsynlegar ákvarðanir og segir að 25 árum síðar, sjái hún ekki eftir þessum ákvörðunum.

chelsea-handler-talks-smoking

SHARE