Chilli sósa sem bragð er af

Ég er ein af þeim sem elskar góðar sósur og þessi sósa er ein af þeim sem ég fæ ekki nóg af, uppskriftina fékk ég hjá Röggu mágkonu. Líklegast hafa glöggir lesendur áttað sig á að ég er stútfull af matarást á henni.

Uppskrift:

1 grísk jógurt

1/2 gúrka

1 rauð paprika

1-4 fræhreinsuð chilli

3 msk hunang

3 msk þurrkuð mynta

Aðferð:

Gúrka og paprika söxuð í afar smátt og hrært svo út í grísku jógurtina.

Fræhreinsuð chilli skorin smátt og skellt útí, hunang og myntu bætt út í að lokum. Allt hrært vel saman.

 

Kokkurinn mælir með að sósan sé með kjöti, fiski eða salati.

Verði ykkur að góðu.

SHARE