Chris Brown kom Rihönnu á óvart á jólunum

Það hefur verið staðfest að Chris Brown og Rihanna eru byrjuð aftur saman. Á jóladag flaug Rihanna frá Barbados til að eyða tíma með Chris, þau fóru saman á Lakers leik en það var ekki öll sagan heldur kom Chris henni á óvart. Hvað var það sem hann gerði?

Chris er alltaf jafn smekklegur en hann hafði látið fjarlægja húðflúr sem hann hafði með nafni sinnar fyrrverandi, Karrueche, fyrir Rihönnu. Ætli hann smelli þá á sig húðflúri með nafni Rihönnu næst?

Þrátt fyrir að Chris hafi fjarlægt húðflúrið með nafni sinnar fyrrverandi er ekki þar með sagt að hann hafi hætt öllum samskiptum við hana en vinur hans segir:

“Þó að hann sé með Rihönnu núna hringdi hann í Kae og óskaði hennar gleðilegra jóla, hann sagði henni hvað hann saknaði hennar, að hann vonaði að hún hefði það gott og svoleiðis”

Hljómar eins og Chris sé að reyna að hafa sína fyrrverandi sem varaskeifu ef sambandið við Rihönnu gengur ekki upp. Hann er svo classy!

Rihanna ætti að losa sig við hann og það strax.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here