Chris Martin og Jennifer Lawrence eru hætt saman

Leikkonan Jennifer Lawrence og tónlistarmaðurinn Chris Martin eru hætt saman eftir fjögurra mánaða samband. Jennifer og Chris fóru fyrst að sjást saman seinni hluta sumars og kom það mörgum á óvart þar sem þau voru talin ólíklegt par.

Chris Martin er nýlega skilin frá leikkonunni Gwyneth Paltrow sem hann á tvö börn með og Jennifer sleit fyrir stuttu sambandi sínu við leikarann Nicholas Hoult.
Þrátt fyrir að bæði Jen og Chris séu ákaflega vinsæl í Hollywood um þessar mundir náðu þau að mestu leyti að halda sambandinu úr sviðsljósinu og náðust einungis einu sinni á mynd saman.

Þar sem þau bæði eru afar upptekin við að sinna vinnunni sinni þá gafst of lítill tími til að hittast og ákváðu þau því að slíta sambandinu.

1414437051344_Image_galleryImage_LAS_VEGAS_NV_SEPTEMBER_19

SHARE