Leikkonan Jennifer Lawrence og tónlistarmaðurinn Chris Martin eru hætt saman eftir fjögurra mánaða samband. Jennifer og Chris fóru fyrst að sjást saman seinni hluta sumars og kom það mörgum á óvart þar sem þau voru talin ólíklegt par.

Chris Martin er nýlega skilin frá leikkonunni Gwyneth Paltrow sem hann á tvö börn með og Jennifer sleit fyrir stuttu sambandi sínu við leikarann Nicholas Hoult.
Þrátt fyrir að bæði Jen og Chris séu ákaflega vinsæl í Hollywood um þessar mundir náðu þau að mestu leyti að halda sambandinu úr sviðsljósinu og náðust einungis einu sinni á mynd saman.

Þar sem þau bæði eru afar upptekin við að sinna vinnunni sinni þá gafst of lítill tími til að hittast og ákváðu þau því að slíta sambandinu.

1414437051344_Image_galleryImage_LAS_VEGAS_NV_SEPTEMBER_19

SHARE