Cosmo birtir brúðarmynd af íslenskri stúlku öllum að óvörum

Látlaus og gullfalleg ljósmynd af íslenskri brúði með hrífandi og kvenlega hárgreiðslu er meðal myndefnis sem prýðir stórglæsilegan myndaþátt á síðum Cosmopolitan, en ljósmyndin hefur verið valin til sýnis við fjölmarga erlenda myndaþætti á netinu í tengslum við fallega brúðarförðun og kvenlega uppsett hár.

 

Cosmopolitan valdi myndina til sýnis í myndaþætti sínum í maí síðastlíðnum en hvorki brúðurin sjálf, sem heitir Jóhanna Gils né Katla Einarsdóttir förðunarmeistari, sem farðaði Jóhönnu á stóra daginn, höfðu fengið nokkuð veður af málinu fyrr en myndin birtist, þeim báðum að óvörum, í Cosmopolitan.

Það var Helga María Albertsdóttir, systir brúðarinnar sem gerði hina gullfallegu greiðslu sem farið hefur sigurför um hina vestrænu pressu, en Helga María lærði hárgreiðslu í Frakklandi.

 

Þetta er brúðarmyndin af Jóhönnu sem birtist í Cosmopolitan:

53a0725dbe3c7_-_cos-08-wedding-hair-de (1)

 

 

 

Sjálf ljósmyndin er frá árinu 2011, en Jóhanna giftist í júní það sama ár og var myndin tekin á stóra daginn. Stúlkan sem myndina tók, Elena Litsova sem er ljósmyndari að mennt, seldi myndina að lokinni athöfn til myndabanka og hefur því stóri dagur Jóhönnu ferðast víða og við mikinn hróður.

 

Katla, sem farðaði Jóhönnu, segir brúðina hafa haft uppi ákveðnar en raunhæfar kröfur um útlit sitt á stóra daginn og að þannig hafi hún sérvalið kjólinn, sjálfan vöndinn og ákveðið með talsverðum fyrirvara að kalla til Kötlu til förðunar þegar stóra stundin var í nánd. Með þeim skemmtilegu afleiðingum að ljósmyndin hefur gengið víða um heimsbyggðina og nú hafnaði nú síðast á glanssíðum Cosmo.

 

„Þetta kom okkur báðum auðvitað afar skemmtilega á óvart” segir Katla. „Það er ekki á hverjum degi sem ég vakna upp við förðun mína á síðum Cosmopolitan og Jóhanna varð ekki síður undrandi. Í fyrstu héldum við báðar að þetta væri einhver sem líktist Jóhönnu, en þegar betur var að gáð varð bara ekki um villst. Þetta er myndin. Jóa á stóra daginn. Bara dásamlegt.”

 

HÉR má sjá allan myndaþáttinn sem birtist í Cosmopolitan, Jóhanna er nr. 4 en myndin ber heitið „Pulled Back and Pretty”

SHARE