Courtney Cox sér eftir að hafa farið til lýtalæknis

59317422

Friends leikkonan Courtney Cox (52) sér eftir að hafa látið eiga við andlit sitt og segir að það hafi komið augnablik þar sem hún hafði horft á ljósmyndir af sjálfri sér og hugsað með sér að hún liti skelfilega út.

Sjá einnig:Hvað kom fyrir andlitið á Courtney Cox?

Margir hafa tekið eftir því að Courtney hafði látið breyta útliti sínu síðustu ár, en hún segir að það hafi verið vegna þess að hana hafði langað til að halda eins mikið og hún gæti í unglegt útlit. Hún átti erfitt með að sætta sig við ummæli fólks um útlit sitt, en heimur fræga fólksins getur verið ansi grimmur hvað varðar aðfinnslur.

Í raunveruleikaþættinum Running Wild With Bear Grylls fer Courtney á vit ævintýranna með Bear. Hún talaði við hann um þegar hún lét setja fyllingar í andlit sitt til þess að reyna að líta betur út, en segist um leið að hún sé fegin að fyllingarnar eyðast smátt og smátt með tímanum, svo hún geti borið sitt náttúrulega andlit aftur. Hún ætlar að fagna því að eldast og sagði Bear henni að honum finndist hún líta stórkostlega út og að hann gæti séð ljósið í augunum á henni.

Í þessum komandi þætti lét Courtney sig síga niður bratta kletta, hékk í línu yfir gili og sat yfir hræi af dauðum hrút, þar sem sést í Courtney eiga í miklum erfiðleikum með að komast yfir að hægt væri að borða rotnandi hrútspung sem fullur væri af lirfum.

Courtney á dótturina Coco (12) og er hún farin að sjá sjálfa sig mikið í henni, en hún ætlar að sjá til þess að vera góð fyrirmynd fyrir dóttir sína og láta lýtaaðgerðir eiga sig.

Sjá einnig: Courtney Cox: Fimmtug og í fantaformi

Screen Shot 2016-08-24 at 09.05.43

3781981800000578-3754837-image-m-2_1471979027372

378637E100000578-3754837-image-a-4_1471984556987

 

3767DEF600000578-3749579-image-a-31_1471636592411

3767E0CF00000578-3749579-image-a-34_1471636618220

3767E00F00000578-0-image-a-16_1471636161878

SHARE