“Curvy er bara annað orð yfir feit, og það er ég ekki!”

Hannah Simone, sem leikur í vinsælu þáttunum New Girl verður framan á blaðinu Glow Magazine í apríl. Hannah, sem er fyrrum fyrirsæta situr fyrir í fallegum kjólum sem sýna fallegar línur hennar vel.

Hannah, sem leikur bestu vinkonu aðalpersónunnar í New Girl, segist ekki ætla að láta undan þrýstingnum í Hollywood um að vera horuð. Hún segist vera ánægð með sig eins og hún er og ætlar ekki að svelta sig til að líta út eins og staðalímyndir Hollywood.

 

Hannah talar samt um að hún þoli ekki þegar talað er um ósköp venjulegar konur og þær sagðar vera “curvy”.

“Curvy er bara annað, kurteisara orð yfir feit, og það er ég ekki!” segir Hannah og bætir við að móðir hennar hafi alltaf kennt henni að líða vel með það sem hún hefur.

Hannah talar um að henni finnist frábært að persónan sem hún leikur í þáttunum New girl, Cece, sé ekki þessi týpíska “fyrirsætutýpa” sem oft er sýnd í þáttum og bíómyndum.

“Flestar fyrirsætur sem ég hef hitt eru veraldarvanar, hafa ferðast mikið og þekkja vel til og falla ekkert fyrir lélegum pick up línum” segir Hannah.

“Þær heyra allskyns fáránlegar pick up línur reglulega og hlæja bara af þeim.. og það er það sem minn karakter í þáttunum gerir”

Hannah segir að það sé virkilega spennandi að vera gamanleikkona og að það sé eftirspurn eftir greindum og fyndnum konum!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here